Posts Tagged ‘hugbúnaður’

Ætli það sé ekki ágætt að byrja á stuttum lista yfir þau forrit sem ég vill hafa með mér öllum stundum. Sum þeirra þarfnast „root“ aðgangs að stýrikerfi símanns og önnur finnast ekki á android market.
Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi, hér höfum við einfaldlega þau allra fyrstu.
Note Everything
Höfundur :  SoftXperience http://www.softxperience.mobi

Þetta er í raun bara “text editor” í anda notepads. Já í anda notepad. Ég hef alltaf kunnað við gamla góða notepadinn enda óhætt að segja að einfaldari hugbúnaður sem skilar sínu jafn vel er ekki á hverju strái. Þannig má segja að Note Everything búi yfir einfaldleika notepad en hafi einnig mikið af flottum fídusum sem endurspegla útsjónarsemi höfundarins.

Þú getur pikkað inn memo svona eins og maður er vanur, en svo má líka teikna notes í öllum regnbogans litum, Og svo fyrir þá sem gefa sér ekki tíma í skrifin eða teikningarnar, þá er hugsað fyrir því með voice notes. smellir bara á rec og talar inn.

Þú getur samtengt hugbúnaðinn við Google Notes og bæði sótt þangað skjöl og vistað ný.

Ég átta mig á að hér er ekki verið að finna upp hjólið, En ég er raunverulega svo háður þessu litla forriti að ég ákvað að það skyldi vera nr 1. á þessum lista.


 

——————————————-

  Wifi Explorer

http://dooblou.blogspot.com/

Browse, transfer, download, upload, delete, copy, rename, stream and manage, Já það er  hægt að vinna með allar skrár. flytja hvort sem er á milli síma eða síma og tölvu. Þetta er  talsvert þægilegra en bluetooth meira að segja.

Þú virkjar einfaldlega forritið í símanum og færð uppgefna ip-tölu símans sem þú ferð inná  úr næsta browser og það geturðu vafrað í gegnum öll gögn símans og svo til að fullkomna  þetta er lítill upload gluggi neðst. Þegar ég sá forritið fyrst og áttaði mig á upload  möguleikanum gladdist ég mjög því alltof oft hef ég setið uppi með einhver svona „one way“  apps sem þjóna litlu öðru en að angra mann.

Wifi Explorer er ókeypis á android market en fæst einnig í PRO útgáfu fyrir US$1.62.

5. stjörnu app að mati notenda og PC World.

„I wholeheartedly recommend going the wireless route with WiFi File Explorer!“ – PC World review – 5 stars.

 

 

—————————-

 

WinAmp

http://www.winamp.com/android

WinAmp þarf ekki að kynna né ræða neitt sérstaklega um.  Flest allir PC notendur hafa þekkt þetta forrit í fjölda ára og Það hefur þjónað mörgum sem leiðandi spilari fyrir digital tónlist.

Og WinAmp er kominn á Android og til allrar hamingju er hann bara að ótrúlega miklu leiti eins og í PC. gott að eiga við og fletta í gegnum tónlistarsafnið, og búa til og spila playlista. auk þess sem streaming og shoutcast fídusarnir eru til staðar.

WinAmp má nálgast frítt á vefsíðu framleiðanda.

—————————

AutoKiller Memory Optimizer

Höfundur : AndRS Studio    –  http://andrs.w3pla.net/autokiller

Ótrúlega þægilegt til að halda vinnsluminni símans við rétt störf.  Þetta er fyrst og fremst „one click“ application killer auk þess að vera með töluvert margar fyrirfram ákveðnar stillingar sem hafa áhrif á hvernig síminn lokar forritum og þjónustum í bakgrunninum. Þetta getur haft dramatísk áhrif á hversu snarpur síminn er.

fæst ókeypis á Android Market.  Þarf Root aðgang að símanum.

——————-

Titanium Backup

höfundur : TitaniumTrack   –   http://matrixrewriter.com/android

Þetta er forritið sem gerir manni kleyft að fikta og grúska í android símum, Titanium Backup getur tekið  afrit af gjörsamlega öllu sem er í símanum og þó að maður setji upp nýtt Rom (aðra útgáfu af stýrikerfinu)  þá heldur maður call logs, sms og tjah, bara öllu. Það haldast allar stillingar eins og áður. Þetta er forrit sem  hefur sparað mér margar klukkustundir af brasi og heilan helling af skammaryrðum.

Titanium Backup fæst frítt á Market. Fæst líka í Pro útgáfu fyrir einhvern smá aur, að mínu mati hefur Pro útgáfan ekkert sem er aðkallandi fram yfir þá fríu. Báðar útgáfur krefjast root aðgangs.