Root Call Blocker Pro.

Posted: 13.8.2011 in Uncategorized

Ég hef prófað nokkra „call blockera“ í gegnum tíðina og eiga þeir allir það sameiginlegt að blocka símtöl, en þó með þeim galla að mögulega sleppur ein hringing í gégn áður en forritið nær að skella á viðkomandi. Þá virkar eins og þú hafir einfaldlega hafnað símtalinu.

Þetta litla forrit hagar sér öðruvísi. Það krefst root aðgangs að símanum þínum og þess vegna getur það gripið samtöl og blockað þau áður en þau fara nokkuð áleiðis inní kerfið. Þess vegna kemur strax á tali eða símtalið er strax sent í talhólf. eins og slökkt sé á símanum.

Þú getur búið til mismunandi prófíla og bæði nostast við white list og black list. hægt er að virkja mismunandi prófíla automatískt á ákveðnum degi eða ákveðnum tíma.  svo er hægt að blocka alla sem ekki eru í símaskránni, öll privat/unknown numbers. Þetta er forrit sem ætti að duga öllum sem nenna ekki að tala við einhverja einstaklinga af einhverjum ástæðum.

Notendur gefa þessu App-i 4.5stjörnur af 5 mögulegum (á android market)

Höfundur: Fahrbot Mobile                                                                                                                                            Verð: $5.98

 

Ath. Krefst Root Access.

Auglýsingar

Ég hef aðeins verið að leika mér að gömlum optimus one síma og prófa mismunandi ROM á hann. Ætli það séu ekki um 2 vikur síðan ég datt loksins niður á kerfi sem talandi er um. Einn snillingurinn á XDA sem kallar sig mik_os hefur verið duglegur að framreiða allskyns kerfi í þennan síma og eftir að hafa prófað þau nokkur þá get ég sagt að þau eru æði misjöfn hjá honum ég setti upp gingerbread á þennan síma fyrir nokkrum mánuðum en gafst upp á því eftir nokkra daga. ætli það sé ekki með óstöðugri rom sem ég hef prófað.

En í þetta skiptið tókst þetta eins og í sögu og síminn er mun liprari og virðist alltaf eiga nóg af lausu minni, það er overclock fídus fyrir örgjörvann í rominu og ég er að keyra þenna 600mhz örgjörva á 728mhz. Ótrúlegt en satt þá virðast þessi skipti hafa haft góð áhrif á vinnslugeta símanns og einnig á battery líf hans. en það er að duga töluvert lengur eftir skipti.

Það er tiltölulega auðvelt að skipta um rom eftir að búið er að koma custom recovery á símann. en það gerir maður bara einu sinni og notar það svo til að skipta út kerfunum eftir þörfum eða löngun. Það er svo sem ekki mikið mál að setja recovery á símann heldur. en þó aðeins meira vandaverk en að skipta um rom.

Þessi CyanogenMod eru skemmtileg vegna þess hversu mikið er hægt að customiza símann. alveg haugur af nýjum stillingum og moddum, sem gerir þetta þess virði fyrir mig amk. Ég kaus þetta kerfi fram yfir official gingerbread sem LG eru að koma frá sér þó það sé svolítið síðan það lak á netið.

Það er einhvernveginn svona sem skjárinn lítur út hjá mér :

Ég mæli með því að eigendur þessa síma skoði þetta rom ég læt fylgja link inná XDA þráðinn þar sem bæði er að finna romið sjálft og umræðu um það ásamt leiðbeiningum um uppsetningu.

Ég vill líka bæta við að þessi sími kom mér verulega á óvart. og er ég þeirrar skoðunar að hann sé líklega með því betra sem fæst fyrir þann pening sem settur er á hann. þó hann eigi langt í land ef borið er saman við stóru símana, en þeir kosta líka alveg 4x meira.

Hér er meira um málið :

http://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=946354

 

 

Svo ef einhver ákveður að slá til er algjör skylda að segja frá hvernig það gékk að setja það upp og hvernig þetta er að reynast viðkomandi. skela því hér í kommentin.

Hér er eitthvað fyrir nördana. Hver hefur ekki látið sig dreyma um að ljósin kvikni heima hjá sér þegar hann leggur í stæðið eða að kaffivélin byrji að hella uppá þegar þú nálgast heimilið… Þetta er alls ekki ósvipað dæmi, fyrir þá sem slökkva á tölvuni sinni á kvöldin, væri ekki fínt ef hún myndi sjá um að ræsa sig sjálf þegar þú gengur inn heima hjá þér og síminn finnur Wifi signal?

Þetta er lítið mál með android apps sem fjallað er um í grein á www.androidpolice.com

1. PcAutoWaker

Notendur hafa gefið þessu forriti 4.4 stjörnur af 5 mögulegum. Forritið gerir akkúrat þetta, ræsir tölvur þegar síminn kemst í tæri við þráðlausa netið. og það sem meira er þú getur addað 5 tölvum í forritið sem fara allar í gang þegar þú kemur heim, þeas ef þú stillir það þannig.

 

Sæktu þér forritið með QR kóðanum hér að neðan eða finndu það á Market, án endurgjalds.

QR code for market://details?id=jp.xii.relog.pcautowaker

 

Það vita flestir að android fer stækkandi, enda erfitt að halda einhverju öðru fram. Tölfræðin hefur talað sínu máli. Það eru Apple sem eiga næst stærsta bitann á kökuni, en Iphone er sagður vera með um 26% af markaðnum. Svo eru Bill Gates og Nokia þarna einhverstaðar niðurfrá. Og verða líklega bara þar.

———————

Skoðið Þetta og deilið svo skoðunum/tilfiningum ykkar…

Top Smartphone Platforms
3 Month Avg. Ending Jun. 2011 vs. 3 Month Avg. Ending Mar. 2011
Total U.S. Smartphone Subscribers Ages 13+
Source: comScore MobiLens
Share (%) of Smartphone Subscribers
Mar-11 Jun-11 Point Change
Total Smartphone Subscribers 100.0% 100.0% N/A
Google 34.7% 40.1% 5.4
Apple 25.5% 26.6% 1.1
RIM 27.1% 23.4% -3.7
Microsoft 7.5% 5.8% -1.7
Symbian 2.3% 2.0% -0.3

Frétt fengin af phandroid.com

Ég rakst á þessa snilldar umræðu sem var svo fylgt á eftir með verulega sniðugu forriti sem gaf rafhlöðuni minni aukalíf  „1Up“ og þess var ekki lengi að bíða þar til ég hefði keypt mér nýja og gefist upp á þessari.

Málið er að Android geymir einhverjar system skrár sem kallast „batterystats.bin“ og eins og nafnið gefur til kynna geymir hún upplýsingar um ástand batterísins, sem kerfið væntanlega safnar í þessa skrá á löngum tímabilum. En með því að eyða þessari skrá þá býr kerfið til aðra glænýja og það lítur út fyrir að það hafi bara verið einhver misskilningur hjá kerfinu að batteryið hafi verið orðið lúið.

Ég veit ekki hvort þetta geri kraftaverk hjá öllum, en ég held að það séu ekki ýkjur að rafhlaðan mín endist amk helmingi lengur en áður.

Mæli með þessu, þetta er eins auðvelt og að segja 1, 2 , 3.

Það þarf að fullhlaða símann og um leið og hann nær 100% hleðslu á að smella á einn takka í forritinu og taka hann úr sambandi. þá er verkinu svo til lokið. Það er mælst til þess að það sé svo klárað alveg útaf batteryinu þarna strax á eftir, en þó er það ekki sagt vera nauðsynlegt.

Hérna má finna umræðuna um þetta og einnig er forritið á sama stað :

http://www.xda-developers.com/android/calibrate-your-battery-the-easy-way-with-battery-calibration-for-android/

Ég mæli líka með spjallinu þarna á XDA Developers vefnum. Þarna eru án efa bestu android upplýsingar sem fáanlegar eru.

 

battery calibration

Ætli það sé ekki ágætt að byrja á stuttum lista yfir þau forrit sem ég vill hafa með mér öllum stundum. Sum þeirra þarfnast „root“ aðgangs að stýrikerfi símanns og önnur finnast ekki á android market.
Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi, hér höfum við einfaldlega þau allra fyrstu.
Note Everything
Höfundur :  SoftXperience http://www.softxperience.mobi

Þetta er í raun bara “text editor” í anda notepads. Já í anda notepad. Ég hef alltaf kunnað við gamla góða notepadinn enda óhætt að segja að einfaldari hugbúnaður sem skilar sínu jafn vel er ekki á hverju strái. Þannig má segja að Note Everything búi yfir einfaldleika notepad en hafi einnig mikið af flottum fídusum sem endurspegla útsjónarsemi höfundarins.

Þú getur pikkað inn memo svona eins og maður er vanur, en svo má líka teikna notes í öllum regnbogans litum, Og svo fyrir þá sem gefa sér ekki tíma í skrifin eða teikningarnar, þá er hugsað fyrir því með voice notes. smellir bara á rec og talar inn.

Þú getur samtengt hugbúnaðinn við Google Notes og bæði sótt þangað skjöl og vistað ný.

Ég átta mig á að hér er ekki verið að finna upp hjólið, En ég er raunverulega svo háður þessu litla forriti að ég ákvað að það skyldi vera nr 1. á þessum lista.


 

——————————————-

  Wifi Explorer

http://dooblou.blogspot.com/

Browse, transfer, download, upload, delete, copy, rename, stream and manage, Já það er  hægt að vinna með allar skrár. flytja hvort sem er á milli síma eða síma og tölvu. Þetta er  talsvert þægilegra en bluetooth meira að segja.

Þú virkjar einfaldlega forritið í símanum og færð uppgefna ip-tölu símans sem þú ferð inná  úr næsta browser og það geturðu vafrað í gegnum öll gögn símans og svo til að fullkomna  þetta er lítill upload gluggi neðst. Þegar ég sá forritið fyrst og áttaði mig á upload  möguleikanum gladdist ég mjög því alltof oft hef ég setið uppi með einhver svona „one way“  apps sem þjóna litlu öðru en að angra mann.

Wifi Explorer er ókeypis á android market en fæst einnig í PRO útgáfu fyrir US$1.62.

5. stjörnu app að mati notenda og PC World.

„I wholeheartedly recommend going the wireless route with WiFi File Explorer!“ – PC World review – 5 stars.

 

 

—————————-

 

WinAmp

http://www.winamp.com/android

WinAmp þarf ekki að kynna né ræða neitt sérstaklega um.  Flest allir PC notendur hafa þekkt þetta forrit í fjölda ára og Það hefur þjónað mörgum sem leiðandi spilari fyrir digital tónlist.

Og WinAmp er kominn á Android og til allrar hamingju er hann bara að ótrúlega miklu leiti eins og í PC. gott að eiga við og fletta í gegnum tónlistarsafnið, og búa til og spila playlista. auk þess sem streaming og shoutcast fídusarnir eru til staðar.

WinAmp má nálgast frítt á vefsíðu framleiðanda.

—————————

AutoKiller Memory Optimizer

Höfundur : AndRS Studio    –  http://andrs.w3pla.net/autokiller

Ótrúlega þægilegt til að halda vinnsluminni símans við rétt störf.  Þetta er fyrst og fremst „one click“ application killer auk þess að vera með töluvert margar fyrirfram ákveðnar stillingar sem hafa áhrif á hvernig síminn lokar forritum og þjónustum í bakgrunninum. Þetta getur haft dramatísk áhrif á hversu snarpur síminn er.

fæst ókeypis á Android Market.  Þarf Root aðgang að símanum.

——————-

Titanium Backup

höfundur : TitaniumTrack   –   http://matrixrewriter.com/android

Þetta er forritið sem gerir manni kleyft að fikta og grúska í android símum, Titanium Backup getur tekið  afrit af gjörsamlega öllu sem er í símanum og þó að maður setji upp nýtt Rom (aðra útgáfu af stýrikerfinu)  þá heldur maður call logs, sms og tjah, bara öllu. Það haldast allar stillingar eins og áður. Þetta er forrit sem  hefur sparað mér margar klukkustundir af brasi og heilan helling af skammaryrðum.

Titanium Backup fæst frítt á Market. Fæst líka í Pro útgáfu fyrir einhvern smá aur, að mínu mati hefur Pro útgáfan ekkert sem er aðkallandi fram yfir þá fríu. Báðar útgáfur krefjast root aðgangs.