Endurlífgaðu rafhlöðuna þína.

Posted: 7.8.2011 in Android Apps, Heilæði

Ég rakst á þessa snilldar umræðu sem var svo fylgt á eftir með verulega sniðugu forriti sem gaf rafhlöðuni minni aukalíf  „1Up“ og þess var ekki lengi að bíða þar til ég hefði keypt mér nýja og gefist upp á þessari.

Málið er að Android geymir einhverjar system skrár sem kallast „batterystats.bin“ og eins og nafnið gefur til kynna geymir hún upplýsingar um ástand batterísins, sem kerfið væntanlega safnar í þessa skrá á löngum tímabilum. En með því að eyða þessari skrá þá býr kerfið til aðra glænýja og það lítur út fyrir að það hafi bara verið einhver misskilningur hjá kerfinu að batteryið hafi verið orðið lúið.

Ég veit ekki hvort þetta geri kraftaverk hjá öllum, en ég held að það séu ekki ýkjur að rafhlaðan mín endist amk helmingi lengur en áður.

Mæli með þessu, þetta er eins auðvelt og að segja 1, 2 , 3.

Það þarf að fullhlaða símann og um leið og hann nær 100% hleðslu á að smella á einn takka í forritinu og taka hann úr sambandi. þá er verkinu svo til lokið. Það er mælst til þess að það sé svo klárað alveg útaf batteryinu þarna strax á eftir, en þó er það ekki sagt vera nauðsynlegt.

Hérna má finna umræðuna um þetta og einnig er forritið á sama stað :

http://www.xda-developers.com/android/calibrate-your-battery-the-easy-way-with-battery-calibration-for-android/

Ég mæli líka með spjallinu þarna á XDA Developers vefnum. Þarna eru án efa bestu android upplýsingar sem fáanlegar eru.

 

battery calibration

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s