Custom Rom – CyanogenMod 7.1-RC1 (Android 2.3.4) á LG Optimus One

Posted: 7.8.2011 in Heilæði, Roms & mods

Ég hef aðeins verið að leika mér að gömlum optimus one síma og prófa mismunandi ROM á hann. Ætli það séu ekki um 2 vikur síðan ég datt loksins niður á kerfi sem talandi er um. Einn snillingurinn á XDA sem kallar sig mik_os hefur verið duglegur að framreiða allskyns kerfi í þennan síma og eftir að hafa prófað þau nokkur þá get ég sagt að þau eru æði misjöfn hjá honum ég setti upp gingerbread á þennan síma fyrir nokkrum mánuðum en gafst upp á því eftir nokkra daga. ætli það sé ekki með óstöðugri rom sem ég hef prófað.

En í þetta skiptið tókst þetta eins og í sögu og síminn er mun liprari og virðist alltaf eiga nóg af lausu minni, það er overclock fídus fyrir örgjörvann í rominu og ég er að keyra þenna 600mhz örgjörva á 728mhz. Ótrúlegt en satt þá virðast þessi skipti hafa haft góð áhrif á vinnslugeta símanns og einnig á battery líf hans. en það er að duga töluvert lengur eftir skipti.

Það er tiltölulega auðvelt að skipta um rom eftir að búið er að koma custom recovery á símann. en það gerir maður bara einu sinni og notar það svo til að skipta út kerfunum eftir þörfum eða löngun. Það er svo sem ekki mikið mál að setja recovery á símann heldur. en þó aðeins meira vandaverk en að skipta um rom.

Þessi CyanogenMod eru skemmtileg vegna þess hversu mikið er hægt að customiza símann. alveg haugur af nýjum stillingum og moddum, sem gerir þetta þess virði fyrir mig amk. Ég kaus þetta kerfi fram yfir official gingerbread sem LG eru að koma frá sér þó það sé svolítið síðan það lak á netið.

Það er einhvernveginn svona sem skjárinn lítur út hjá mér :

Ég mæli með því að eigendur þessa síma skoði þetta rom ég læt fylgja link inná XDA þráðinn þar sem bæði er að finna romið sjálft og umræðu um það ásamt leiðbeiningum um uppsetningu.

Ég vill líka bæta við að þessi sími kom mér verulega á óvart. og er ég þeirrar skoðunar að hann sé líklega með því betra sem fæst fyrir þann pening sem settur er á hann. þó hann eigi langt í land ef borið er saman við stóru símana, en þeir kosta líka alveg 4x meira.

Hér er meira um málið :

http://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=946354

 

 

Svo ef einhver ákveður að slá til er algjör skylda að segja frá hvernig það gékk að setja það upp og hvernig þetta er að reynast viðkomandi. skela því hér í kommentin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s